- Advertisement -

Laufléttur LeBron James á Laugarvatni í góðum gír og skoðaði hella

Einn allra besti körfuboltamaður allra tíma, sjálfur LeBron James, er nú staddur á Íslandi í fríi.

Rosalegur íþróttamaður og sigurvegari.

Smári Stefánsson birtir mynd af sér með körfuboltagoðsögninni, en Smári er eigandi The Cave People, sem er staðsett á á Laugarvatni.

Fólkið flotta á bakvið The Cave People.
Þú gætir haft áhuga á þessum

Myndin er tekin fyrir framan Laugarvatnshella, en Smári birti myndina af sér með LeBron James síðdegis.

Smári heldur úti ferðamannastaðnum Laugarvatnshellum, sem er á milli Þingvalla og Laugarvatns; en þar geta áhugasamir kynnst lífi Íslendinga sem bjuggu í hellunum fyrir um einni öld.

LeBron James hér hrærður eftir sigur Cleveland árið 2016.

Má telja næsta víst að LeBron James hafi heimsótt hellana þegar myndin var tekin; nú er kappinn í fríi og hefur verið síðan í apríl, þegar liðið hans, LA Lakers, missti af sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Meistari með Miami árin 2012 og 2013.

LeBron James verður 38 ára gamall á þessu ári og er einn besti leikmaður allra tíma; hefur hampað NBA-titlinum tvisvar með Miami Heat, einu sinni með Cleveland Cavaliers og einu sinni með LA Lakers.

Þrátt fyrir háan aldur á körfuboltamælikvarða er LeBron James engu að síður besti leikmaður NBA í dag, og þar með heimsins, og engin þreytumerki að sjá á leik hans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: