Fréttir

Lausn Laufeyjar: „Gæti haft þau áhrif að ferðamenn átti sig á alvarleika málsins“

By Ritstjórn

June 11, 2022

Leikkonan Laufey Elíasdóttir veltir fyrir sér – eins og margir á Íslandi í dag – hversu hættuleg Reynisfjara er fyrir þá ferðamenn sem þekkja illa til á Íslandi; gera sér ekki grein fyrir því hversu mikil hætta getur verið á ferð hér á landi vegna ófyrirsjáanlegs veðurfars og hversu náttúruöflin geta verið óútreiknanleg og hættuleg.

Eins og komið hefur fram lést maður nýverið þegar sjórinn togaði hann með sér úr fjörunni; var þetta fimmta dauðaslysið sem orðið hefur á þessum fallega og vinsæla ferðamannastað á síðastliðnum sjö árum.

Fimm hafa farist við Reynisfjöru á síðustu sjö árum og oft hefur hurð skollið nærri hælum eins og sjá má á þessari mynd.

„Hugmynd! Við Reynisfjöru mætti hengja upp skilti til minningar um alla þá sem sjórinn hefur tekið í fjörunni,“ skrifar Laufey og bætir við:

„Það væru myndir af því fólki sem hefur tapað lífinu þar. Þetta gæti haft þau áhrif að ferðamenn sjái þetta í raunverulegu ljósi og átti sig á alvarleika málsins.“