- Advertisement -

Launaþjófnaður og fautaskapur

ER ÞAÐ SEM MÆTIR ÚTLENDINGUM Á ÍSLENSKUM VINNUMARKAÐI.

Alþýðusamband Íslands birtir í dag sláandi skýrslu um íslenskan vinnumarkað. Þar segir til dæmis:

„Niðurstöður rannsóknarinnar benda til verulegrar tvískiptingar íslensks vinnumarkaðar. Annars vegar er það sá veruleiki sem meirihluti launafólks býr við þar sem brot á kjarasamningum eru fátíð eða nær óþekkt. Hins vegar er það veruleikinn sem mætir erlendu launafólki, ungu fólki og hinum tekjulægstu þar sem launaþjófnaður hleypur á hundruðum milljóna króna ár hver. Meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélögin fjögur gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd erlendra félagsmanna en þeir eru aðeins um 19% launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um 25% af félagsmönnum umræddra stéttarfélaga. Um helmingur allra krafna kemur úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð.“

Flestir viðmælendur höfðu litla eða enga þekkingu á réttindum sínum þegar þeir komu til Íslands. Ástæður vanþekkingarinnar voru m.a. starfstaðir voru á afskekktum stöðum, viðmælendur voru einangraðir, atvinnurekandendur gáfu villandi upplýsingar eða þeir vissu ekki hvert eigi að leita. Þá er áberandi út frá viðtölum og samtölum við eftirlitsfulltrúa að erlent starfsfólk er gjarnan lengi að átta sig á því að verið sé að brjóta á þeim. Ein ástæða er sú að þau bera saman eigin kjör hérlendis við kjör í heimalandi sínu sem gjarnan eru mun lakari. Fæstir atvinnurekendur leggja upp úr því að fræða starfmenn um réttindi sín og einhverjir halda vísvitandi frá þeim upplýsingum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: