- Advertisement -

Launamunur kynja minnkar

Kynbundinn launamunur innan VR hefur dregist saman um rúm 40% frá árinu 2000 þegar hann var 15,3%. Í dag er launamunurinn innan við 8,5% en var 9,4% í fyrra. Heildarlaun félagsmanna hækkuðu um 7% milli ára og halda því í við þróun á launamarkaði.

Í nýrri launakönnun VR kemur einnig fram að framhaldsmenntun í háskóla, masters- eða doktorsgráða, skilar um 30% launahækkun miðað við grunnskólamenntun en ábati framhaldsmenntunar er þó minni nú en hann var fyrir nokkrum árum. Þá finnst rúmlega 60% svarenda álag vera meira nú en í fyrra, sem er hærra hlutfall en í fyrra. Fleiri telja sömuleiðis að þeim ættu í erfiðleikum með að fá aðra vinnu á svipuðum kjörum og þeir hafa nú, 35% svara þessu játandi núna en var 31% í fyrra. Bæði kyn og aldur hafa marktæk áhrif á þetta svar.

Þetta og fleira má lesa um á heimasíðu VR.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: