Fréttir

Launahækkun ráðherra og þingmanna: „Er fólki ekki sjálfrátt?“

By Miðjan

April 09, 2020

Launahækkun ráðherra og þingmanna: „Er fólki ekki sjálfrátt?“

„Hvað þýðir þetta: Að hækkunum til valdastéttarinnar hafi verið frestað vegna lífskjarasamningsins? Þýðir það að hækkunum hafi verið frestað til að búa ekki til uppnám í samningaviðræðum á milli hins opinbera (ríki, borg, SÍS) og samtaka launafólks? Er hér bara blákalt verið að viðurkenna að til að grafa ekki undan ofsafenginni bókstafstrúnni á að hækkanir lífskjarasamningsins væru þær einu í boði hafi kerfið ákveðið að hylma yfir með sjálfu sér og blekkja? Bíða aðeins með að afhenda hálaunafólki miklu miklu meira en það sem samið var um í svokölluðum lífskjarasamning? Sem hefur verið notaður sem barefli til að gera lítið úr og gjaldfella réttlætisbáráttu láglaunakvenna í hefðbundnum kvennastörfum og kjarabaráttu annara kvennastétta?“

Þetta skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og annar varaforseti ASÍ:

„Þið verið að fyrirgefa að ég spyr: Er fólki ekki sjálfrátt?“

„Elva Björk Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hækk­un­in sem tók gildi núna hefði átt að koma til fram­kvæmda í júlí í fyrra í sam­ræmi við lög­in en henni hafi verið frestað til ára­móta í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana.“