- Advertisement -

Launahækkun ráðherra og þingmanna

Segir Björn Leví og bendir á að ráðherrar fái dagpeninga þegar þeim er ekið á flugvöll á ráðherrabílum. Enginn veit hvað hádegisverður kostar.

Steingrímur J. Sigfússon, þá fjármálaráðherra, skrifaði undir reglur um ferðakostnað til og frá flugvöllum. Þar  segir, meðal ananrs, að styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði sem ríkisstarfsmenn njóta meðan á dvölinni stendur skuli koma til frádráttar almennum dagpeningagreiðslum eftir á.

Þetta er tillegg þingræðu Björns Leví Gunnarssonar.

„Ég spurði fyrir nokkru um hversu háar þessar endurgreiðslur hefðu verið. Svarið var að hefð hefði ekki skapast fyrir því að leggja sérstakt mat á umfangið þannig að það hafi leitt til frádráttar frá almennum dagpeningagreiðslum. Það er sem sagt ekki verið að fara eftir reglunum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Leví hélt áfram: „Þegar ég spurði í ferðakostnaðarnefnd hverju þetta sætti, hvort fólk vissi ekki hvað hádegismatur kostaði, var svarið einfaldlega nei. Það er ekki búið að búa til þau viðmið sem þarf til að framfylgja þessum reglum sem settar voru 2009.“

Þingmaðurinn sagði síðan: „Við þurfum að gera smáathugasemd hér. Þetta eru eiginlegar launahækkanir t.d. ráðherra sem fá alltaf skutl út á flugvöll en fá samt dagpeningana líka fyrir skutl á ráðherrabílnum. Þingmenn. Ég var á ráðstefnu í Finnlandi um daginn og fékk úthlutað dagpeningum. Ég var samt búinn að láta vita að samkvæmt dagskrá væri kvöldmatur skipulagður o.s.frv. sem ég bað um að væri tekið tillit til. Það var ekki hægt. Þegar ég leitaði upplýsinga um það var ekki hægt að segja mér hversu mikið ég ætti að borga til baka.“

Björn Leví vildi endurgreiða: „Ég er að reyna að borga til baka það sem gera á að samkvæmt reglum. Það er ekki hægt því að þau vita ekki hvað ég á að borga mikið til baka. Eftir því sem sagt var hefur enginn einu sinni spurt um þetta áður.“

Björn Leví hættir ekki hér: „Þetta er eiginleg launahækkun ráðherra og þingmanna sem er einhvern veginn óskráð á stórfurðulegan hátt. Fjárlaganefnd og fjármálaráðherra mega búast við því að þetta mál verði tekið upp og skoðað og athugað hversu mikið ríkið hefur greitt umfram í dagpeninga fyrir þingmenn og ráðherra á þessum níu árum.“

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: