- Advertisement -

Launafólk sýni Eflingu samstöðu

Það réttur launafólks að grípa til aðgerða þegar í nauðir rekur og er það alltaf neyðarúrræði hverju sinni.

Stærstur hluti launafólks á almennum vinnumarkaði hefur nú gert skammtímasamninga. Stjórnvöld hafa lofað aðgerðum í húsnæðismálum, að bæta húsnæðisöryggi leigjenda, enn frekari uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu og uppbyggingu í félagslegu húsnæði. Allt þetta er jákvætt og vonandi tekst sameiginlegt átak aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda á næstu mánuðum að bæta kjör almenns launafólks í landinu, sérstaklega lágtekjufólks og barnafjölskyldna,” sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi fyrr í dag.

Verðbólgan er auðvitað orðin ansi há og er leiguverð á húsnæðismarkaði yfir öllum þolmörkum.

Nú blasa við verkföll hjá Eflingu og að sjálfsögðu er það réttur launafólks að grípa til aðgerða þegar í nauðir rekur og er það alltaf neyðarúrræði hverju sinni. Það sem mér hefur þótt ómálefnalegt er þegar krafa er gerð um að réttlæta það að mismunun sé gerð í kjarasamningum eftir búsetu fólks. Það vita allir að búsetuskilyrði eru mjög mismunandi eftir því hvar fólk býr á landinu; í dreifbýli, sveit þorpum, bæjum eða í þéttbýli eins og hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er endalaust hægt að draga fram mismunandi kostnað eftir búsetu og það á ekki að etja launafólki saman eftir búsetu. Það eiga að vera sömu grunnlaun fyrir sömu störf. Það er síðan stjórnvalda, sveitarfélaga og fleiri aðila að byggja upp þannig velferðarkerfi að búsetuskilyrði séu sambærilegust með félagslegum jöfnuði, jöfnunaraðgerðum og stuðningi.

Láglaunafólk í Eflingu er á lágum launum sem ekki eru boðleg og eru langt frá því að vera í takt við nokkur framfærsluviðmið. Ég óska þeim góðs gengis í baráttu þeirra fyrir betri kjörum og óska þess að launafólk í landinu sýni samstöðu, forystumenn sem og launafólk sjálft,” sagi Lilja Rafney.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: