Laun ráðherra og laun ljósmæðra
Ráðherrar í þessari ríkisstjórn hljóta að vera að slá met í frekju og sérhygli, sjálfsbirgishætti og dónaskap, spillingu og heimsku.
Þær ljósmæður sem hafa minnsta ábyrgð eru á byrjunarlaunum sem eru um 461 til 484 þús. kr. en um 496 til 520 þús. kr. eftir nokkra starfsreynslu en komast hæst í 553 til 581 þús. kr. eftir áratuga starfsreynslu og hækkun vegna aukinnar menntunar.
Þær ljósmæður sem sinna mikilvægari störfum eru á byrjunarlaunum sem eru um 508 til 560 þús. kr. en um 547 til 603 þús. kr. eftir nokkra starfsreynslu en komast hæst í 610 til 673 þús. kr. eftir áratuga starfsreynslu og hækkun vegna aukinnar menntunar.
Þær ljósmæður sem eru í ábyrgðarmestu störfunum eru á byrjunarlaunum sem eru um 589 þús. kr. en um 633 þús. kr. eftir nokkra starfsreynslu en komast hæst í 706 þús. kr. eftir áratuga starfsreynslu og hækkun vegna aukinnar menntunar.
18 prósent hækkun, sem ljósmæður gera kröfu um, er því í krónutölu frá rúmum 75 þúsund krónum á mánuði upp í rúmar 127 þúsund krónur.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, sem hefur sett sig á móti þessum körfum ljósmæðra og sagt þær setja samninga við aðrar stéttir í uppnám. Síðasta hækkun kjararáðs á þingfararkaupi var úr 763 þús. kr. í 1.101 þús. kr. eða um rúm 44% en um 338 þús. kr. á mánuði. Það er 2,7 til 4,5 sinnum meiri hækkun en ljósmæður eru að fara fram á.
Á sama tíma og þingfararkaupið hækkaði hækkuðu ráðherralaun Bjarna sjálfs úr 1.353 þús. kr. í 1.826 þús. kr. eða um 35%. Í krónutölu eru það 473 þús. kr. hækkun, eða meira en nýbyrjaðar ljósmæður fá í laun. Hækkunin til Bjarna var 3,7 til 6,3 föld sú hækkun sem ljósmæður fara fram á.
Samt segir Bjarni að ljósmæður séu að setja samninga við aðrar stéttir í upplausn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sagði nýlega að samningar við eina stétt væru ekki gerðir í tómarúmi, er á launum sem hækkuðu nýverið úr 1.498 þús. kr. í 2.022 þús. kr. eða um 35%. Í krónutölu var hækkunin 524 þús. kr. sem er meira en byrjunarlaun ljósmóður og 4,1 til 7 sinnum meira en ljósmæður eru að fara fram á.
Ráðherrar í þessari ríkisstjórn hljóta að vera að slá met í frekju og sérhygli, sjálfsbirgishætti og dónaskap, spillingu og heimsku.
-gse