- Advertisement -

Laun Gríms hækkuðu um 7,5 milljónir á mánuði

Vilhjálmur Birgisson:

Framkvæmdastjóri fyrirtækja í sjávarútvegi hækkaði um 1,7 milljón á mánuði á þessum tveimur árum eða 77%.

Það var eilítið athyglisvert að skoða launahækkun forstjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækja og hagsmunaaðila tengdum atvinnulífinu skv. tekjublaði frjálsrar verslunar fyrir árin 2019 og 2021. En hér er um laun að ræða sem giltu fyrir árin 2018 og 2020 og komu fram í tekjublaðinu 2019 og 2021. Sem dæmi eins og sjá má á töflunni þá hækkaði forstjóri Bláa lónsins um 7,5 milljónir á mánuði eða sem nemur 73,3%.

Framkvæmdastjóri fyrirtækja í sjávarútvegi hækkaði um 1,7 milljón á mánuði á þessum tveimur árum eða 77%.

Eins og fram kemur í töflunni einnig þá hækkuðu lágmarkslaun á sama tíma um 35 þúsund á mánuði eða sem nam 11,7%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo tala þessir snillingar um að verkafólk verði að sýna skynsemi í sínum launakröfum og launabreytingar þeirra séu að ógna stöðugleikanum. Ég held að þessi hækkun sýni að það er einhverjir aðrir en verkafólk sem eru að ógna stöðugleika í íslensku samfélagi og sumar af þessum gríðarlegu launahækkunum uppá milljónir á mánuði afhjúpa taumlausa græðgi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: