- Advertisement -

Laugavegur – lengsta göngugata heims

Bolli Kristinsson vandar þeim Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur og Degi B. Eggertssyni ekki kveðjurnar. Hann óttast að neyðarástand skapist í miðborginni.

Guðrún Jó­hann­es­dótt­ir, kaupmaður í Kokku á Lauga­vegi og formaður Miðborg­ar­inn­ar okk­ar, er hrif in af lokun Laugavegar og Skólavörðustígs. Fleiri kaupmenn eru annarrar skoðunar. Bolli Kristinsson er í þeim hópi. Bolli skrifar grein í Moggann í dag. Þar telur hann upp verslanir sem hafa rekstri i miðbænum og flutt annað:

„Michelsen, Lífstykkja­búðin, Kirkju­húsið, Tísku­versl­un­in Flash, Sig­ur­bog­inn, Reykja­vík Live, Kroll, Maia, Tísku­versl­un­in Brá, Tísku­versl­un­in Dís Dís, Galleria, Galle­rí Korka, Reykja­vík Foto, Herra­húsið, Stefan B, Rauðhetta og úlf­ur­inn, GK, B16 lífs­stíls­búð, Spaksmannsspjarir, Gjóska og Osta­búðin. Við sjá­um öll eft­ir þess­um versl­un­um og við mynd­um líka sjá eft­ir Kokku ef hún yf­ir­gæfi miðbæ­inn,“ skrifar Bolli.

Af skrifum Bolla má sjá að Guðrún í Kokku sér miðbæinn mun stærri en margur annar. Og þar á meðal Bolli:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þú hef­ur nefnt að nýj­ar versl­an­ir spretti upp úti á Granda. En Grandi er ekki miðbær Reykja­vík­ur. Ekk­ert frek­ar en Skeif­an eða Ármúli. Við erum að tala um Lauga­veg, Banka­stræti og neðri hluta Skóla­vörðustígs.“

Bolli, og þeir sem eru sama sinnis hafa áhyggjur: „Nú stend­ur til að út­víkka lok­un­ar­svæðið og búa til eina lengstu göngu­götu heims hér norður við heim­skauts­baug. Lok lok og læs frá Hlemmi að Lækj­ar­torgi árið um kring í and­stöðu við yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta rekstr­araðila. Af feng­inni reynslu að dæma get­ur þetta ekki endað með öðru en skelf­ingu. Um­ferðina um svæðið þarf þá að teyma í enn frek­ari króka­leiðir inn um íbúðar­hverf­in. Hvað ætli íbú­ar við Grett­is­götu segi um það, eða Njáls­götu, Bergstaðastræti og Þingholtin? Vart mun meiri um­ferð bíla gleðja þá.“

Bolli Kristinsson hefur verið gagnrýnin á Dag B. Eggertsson borgarstjóra, og er enn:

„Ef ger­ræðis­leg vinnu­brögð og yf­ir­gang­ur meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar með minni­hluta at­kvæða nær fram að ganga á eft­ir að verða neyðarástand í miðbæn­um, sem verður þá ekk­ert annað en líf­vana minn­is­merki um hroka­fulla og van­hæfa borg­ar­stjórn og borg­ar­stjóra. Við ætl­um að af­stýra því að þetta ger­ist, berj­ast gegn órétt­læt­inu og yf­ir­gang­in­um fram í rauðan dauðann. Við skor­um á Miðborg­ina okk­ar að hrista af sér taum­hald borg­ar­yf­ir­valda, sýna sjálf­stæði og taka þátt í bar­átt­unni um að bjarga miðbæn­um. Vertu með okk­ur í liði, Guðrún í Kokku!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: