„Bjarni segist hafa verið 15 mínútur í salnum – samt var hann búinn að vera þarna í um 10 mínútur áður en hringt var í lögreglu sem kom um hálftíma síðar, þá var ráðherrann enn á staðnum samkvæmt tilkynningunni. Hann var m.ö.o. um 40 mínútur á staðnum. Hann virðist segja ósatt ofan á allt annað. — Þetta hlýtur að hafa eftirmál.“
Þannig skrifar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir á Facebook.
„Annars er hálf ömurlegt að vera hrifinn inn í svona umræðu á sjálfum jóladegi – en það er bara ekki annað hægt en að tjá sig um þetta nú þegar jólin eru þrúguð af Covid-ástandinu og fólk um allt land er að stilla sig um að hitta ástvini sína,“ bætir hún við.