- Advertisement -

Laufléttar skammir á Ríkissjónvarpið

„Þetta hjáróma til­tal Fjöl­miðlanefnd­ar verður tæp­lega til að Rík­is­út­varpið breyti fram­göngu sinni á aug­lýs­inga­markaði. Þeir sem stofn­un­inni stýra hafa séð að þeir kom­ast upp með nán­ast hvað sem er og þegar þeir brjóta lög um aug­lýs­ing­ar, og brjóta þar með gegn keppi­naut­um á markaði, meðal ann­ars Sím­an­um, sem er sá sem kvartaði und­an of­an­greind­um brot­um, þá fá þeir ekk­ert annað en lauflétt­ar skamm­ir og geta haldið áfram að leita að nýj­um leiðum til að teygja og toga þau lög sem stofn­un­in á að fara eft­ir,“ þannig endar leiðari Moggans í dag.

Þar er fjallað um yfirburði og yfirgang Ríkisútvarpsins og auma aðkomu fjölmiðlanefndar.

„Rík­is­út­varpið leik­ur laus­um hala á aug­lýs­inga­markaði, nán­ast eft­ir­lits­laust, og nýt­ir sér þar fimm millj­arða for­skot frá skatt­greiðend­um. Þetta hef­ur ít­rekað komið í ljós og í tengsl­um við stærri viðburði, líkt og heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu eða Eurovision-söngv­akeppn­ina, hef­ur stofn­un­in leyft sér að ganga enn lengra en hún ann­ars ger­ir.

Stjórn­end­ur stofn­un­ar­inn­ar kann­ast aldrei við yf­ir­gang sinn og brot og þeir sem eft­ir­lit eiga að hafa með þeim og gæta þess að þeir hegði sér í sam­ræmi við stöðu stofn­un­ar­inn­ar og lög sem um hana gilda, eða al­menn sam­keppn­is­sjón­ar­mið, gera lítið sem ekk­ert til að hemja þessa yf­ir­gangs­sömu stofn­un,“ seggir á sama stað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Á dög­un­um gerðist það þó að Fjöl­miðlanefnd, sem hef­ur al­mennt lokað aug­um og eyr­um fyr­ir fram­komu Rík­is­út­varps­ins en um leið ein­beitt sér að því að þvæl­ast fyr­ir einka­rekn­um miðlum, úr­sk­urðaði gegn Rík­is­út­varp­inu. Stofn­un­in hafði gengið allt of langt í kost­un á þátt­um í tengsl­um við Eurovision. Í lög­um um Rík­is­út­varpið er al­mennt bann við kost­un, þó með þeim und­an­tekn­ing­um að beita megi kost­un „við út­send­ingu íburðar­mik­illa dag­skrárliða til að mæta út­gjöld­um við fram­leiðslu eða kaup á sýn­ing­ar­rétti“ og „við út­send­ingu inn­lendra íþróttaviðburða og um­fjöll­un um þá“.

Rík­is­út­varpið ákvað að setja sér regl­ur um aug­lýs­ing­ar út frá lög­un­um og bætti inn í þær að stofn­un­in mætti beita kost­un í þeim til­vik­um sem lög­in greina og auk þess í því sem Rík­is­út­varpið kall­ar „af­leidda dag­skrá“. Með þess­ari viðbót, sem er án laga­stoðar, hef­ur Rík­is­út­varpið selt mun víðtæk­ari kost­un en heim­ild er fyr­ir. Fjöl­miðlanefnd finn­ur að þessu og seg­ir Rík­is­út­varpið hafa brotið lög, en bæt­ir því við að vegna fyrri sam­skipta við Fjöl­miðlanefnd, þar sem nefnd­in stóð sig ekki sem eft­ir­litsaðili, þá sé fallið frá sekt­ar­ákvörðun í þeim mál­um sem um ræðir.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: