- Advertisement -

Láta viðvaranir sem vind um eyru þjóta

Hluthafafundur Haga er boðaður 30. ágúst n.k. Þetta framferði stjórnar Haga og forsvarsmanna Hagkaupa verður að stöðva strax.

Hrafn Magnússon.

Hrafn Magnússon skrifar:

Hvað segir stjórn Haga, sem væntanlega að mestu er skipuð af lífeyrissjóðunum sem eru stærstu hluthafar í Högum. Er þeim alveg sama um siðferðislegar fjárfestingar og orðsporsáhættu sjóðanna?

Eru forystumenn Hagkaupa gengnir af göflunum? Afsakið en það er von að spurt sé. Þeir eru ákveðnir í að Hagkaup selji áfengi, þrátt fyrir að um lögbrot sé líklega að ræða. Þrátt fyrir ákall að áfengi auki drykkjuna og þrátt fyrir aðvaranir landlæknis og umboðsmanns barna og foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Nú skal setja undir sig hausinn hjá forystumönnum Hagkaupa og láta allar viðvaranir eins og vind um eyrun þjóta.

Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaupa segir svo m.a. ì viðtali við Morgunblaðið:

Farið á svig við lög og reglur.

„Net­versl­un­in mun virka þannig að viðskipta­vin­ir skanna QR-kóða þegar þeir koma inn í versl­un­ina. Á meðan viðskipta­vin­ur versl­ar aðrar vör­ur í búðinni set­ur starfsmaður áfengu vör­urn­ar í poka og í lok versl­un­ar­ferðar­inn­ar sæk­ir viðskipta­vin­ur­inn áfengið á þjón­ustu­borðið.“

Með þessu framferði er auðvitað farið á svig við lög og reglur. Hvað segir stjórn Haga, sem væntanlega að mestu er skipuð af lífeyrissjóðunum sem eru stærstu hluthafar í Högum. Er þeim alveg sama um siðferðislegar fjárfestingar og orðsporsáhættu sjóðanna?

Hluthafafundur Haga er boðaður 30. ágúst n.k. Þetta framferði stjórnar Haga og forsvarsmanna Hagkaupa verður að stöðva strax.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: