- Advertisement -

Las Dóra Björt ekki braggaskýrsluna?

„Dóra Björt Guðjónsdóttir hefur undanfarna daga, m.a. í Silfrinu og á fleiri fjölmiðlum sem og ítrekað á fundi borgarstjórnar s.l. þriðjudag fullyrt að póstum í braggamálinu hafi ekki verið eytt eins og stendur í skýrslu Innri endurskoðunar,“ segir Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins, um framgöngu forseta borgarstjórnar.

„Ég spyr, las Dóra ekki skýrsluna eða neitaði hún bara að meðtaka innihaldið?“

Kolbrún segir að hún og fleiri í minnihlutanum hafi verið ásökuð um; „…rangfærslur, bull og rugl og ýmislegt annað óviðurkvæmilegt var haft um okkur  þegar við ræddum um að tölvupósti var eytt í þessu máli. Reynt var margsinnis að benda henni á að lesa betur skýrslu Innri endurskoðunar en allt kom fyrir ekki.“

Kolbrún segist hafa tekið að sér að senda fyrirspurn til Innri endurskoðunar til að fá þetta enn einu sinni staðfest það sem stendur í Skýrslunni. 

„Í gær barst tölvupóstur frá Innri endurskoðanda þess efnis að í úthólf fyrrverandi skrifstofustjóra og úthólf og innhólf verkefnastjórans hafi vantað tölvupóst frá fyrri hluta verktímabilsins. Staðfest er svo það sé nú hafið yfir allan vafa að tölvupósti var eytt úr úthólfi skrifstofustjórans. Einnig hefur verið staðfest að öllum tölvupósti í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017, hefur verið eytt.“

Er vitað hvaða póstar þetta voru?

„Innri endurskoðun getur ekki staðfest hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstur varðandi Nauthólsveg 100. Enn fremur skoðaði Innri endurskoðun skjöl varðandi framkvæmdirnar að Nauthólsvegi 100 í skjalavörslukerfi borgarinnar, eins og fram kemur á bls. 76 í skýrslunni, og þar voru einungis örfáir tölvupóstar vistaðir. IE sendi auk þess í dag minnisblað um þetta sem er opinbert.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: