Fréttir

Lárus vill útrýma veipi og munntóbaki hjá unga fólkinu: „Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins“

By Ritstjórn

May 06, 2022

Fyrrverandi markahrókurinn og landsliðsmaðurinn Lárus Guð­munds­son, odd­viti Mið­flokksins í Garða­bæ, segir skammarlegt andvaraleysi stjórnvalda ríkja gagnvart sívaxandi notkun rafretta og munntóbaks íslenskra ungmenna. Hann segir faraldur skollinn á sem komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar á heilsu unga f´ólksins í framtíðinni.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Lárusar á Vísi og við skulum gefa oddvitanum hreinlega orðið:

„Mér eru for­varnar­mál sér­lega hug­leikin eftir ára­langt starf innan í­þrótta­hreyfingarinnar og meðal barna og ung­menna í Garða­bæ. Sýn mín á lífið sem afi hefur einnig á­hrif. Stað­reyndin er sú að stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkni­efni, raf­rettur (weip) eða munn­tóbaks­notkun. Fyrir ára­tug stóð ég að sam­starfi við Land­læknis­em­bættið um á­takið: „Fyrir­myndir nota ekki munn­tóbak.“ Þar voru fyrir­myndir þess tíma, í í­þróttum og tón­list, notaðar í aug­lýsingar og vegg­spjöld með ungum börnum og minnt á að fyrir­myndir nota ekki munn­tóbak.

Það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Af­reks­fólk í í­þróttum verður að gangast við á­byrgð sinni sem mikil­vægar fyrir­myndir. Þetta var mikil­vægt átak en nú finnst mér aftur síga á verri hliðina. Við erum stöðugt minnt á það í fréttum að notkun refretta og munn­tóbaks er að aukast og kallar stundum á sjúkra­hús­inn­lagnir. Að ekki sé talað um hve hættu­legir þessi munn­tóbaks­púðar eru litlum börnum þegar þeir eru skyldir eftir á glám­bekk,“ bætir hann við.

Slíkt er ó­á­sættan­legt enda veit enginn í dag hver eru lang­tíma­á­hrif af slíkri notkun. Raf­rettur eru fremur ný vara á markaði og skortir lang­tíma­rann­sóknir sem varpa ljósi á mögu­leg á­hrif notkunar þeirra. Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur lagt á­herslu á að ríki setji sömu reglur um raf­rettu­notkun og gilda um tóbaks­reykingar þar til sýnt hefur verið fram á skað­leysi varanna. Á­byrgt fólk hlýtur því að spyrja um for­varnir. Þetta er ekki holl iðja fyrir æsku landsins og sem fyrr verða fyrir­myndir unga fólksins að ganga fram fyrir skjöldu.“