Fréttir

Langvarandi vanstjórn og vanræksla

By Miðjan

April 16, 2018

Náttúrverndarsinninn og ráðherrann fyrrverandi Hjörleifur Guttormsson er greinilega ekki sáttur hvernig ríkisstjórnum hefur til tekist með stjórnun ferðamála. Þar hafalengst setið, á uppgangstíma ferðaþjónustunnar, þær Ragnheiður Elín Árnadóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, báður úr Sjálfstæðisflokki. Hjörleifur hefur miklar áhyggjur af hvernig íslensk náttúra þolir stóraukið álag. Hann skrifar langa grein í Mogga dagsins.

Þar segir meðal annars: „Við súpum nú seyðið af langvarandi vanstjórn og reiðuleysi á sviði ferðamála, ekki síst varðandi brýna tekjuöflun til að lágmarka áhrif af ferðmannastraumnum á náttúrulegt umhverfi og bæta fyrir álag á vegakerfi landsins“

Hjörleifur er ekki í vafa um hvert aðdráttaraflið er. „Ekki er um það deilt að íslensk náttúra er aðalaðdráttaraflið sem lað- ar hingað erlenda ferðamenn. Með fjölgun þeirra vex álagið og er löngu komið á hættustig þar sem aðsóknin er mest. Lengi hefur andvaraleysi og vanræksla einkennt viðbrögð stjórnvalda og umráðaaðila lands á fjölsóttum ferðamannastöðum nánast um allt land.“