- Advertisement -

Langvarandi misklíð Píratar

STJÓRNMÁL „Sú misklíð sem hefur um langa hríð fengið að grassera innan flokksins er mein sem þarf að laga og fyrst aðrir félagar hafa ákveðið að opna á þá umræðu þá langar mig að koma eftirfarandi á framfæri,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir á Faccebook svæði Pírata.

Birgitta segir ennfremur: „Ég er mannleg og geri mörg mistök, en ég er alltaf tilbúin til að leiðrétta mistök mín og alltaf tilbúin að mæta gagnrýni. Ég er ekki endilega alltaf sammála öllum og finnst gott að við höfum ólíkar skoðanir um mikilvæg mál, það tryggir að við erum alltaf á jaðarbrúninni og erum alltaf vakandi.“

„Það er mér ljúft og skilt að biðja opinberlega afsökunar á því ef ég hef sært einhvern. Það var ekki ætlun mín en ég veit að ég get stundum verið hvatvís og þver.

Ég vil biðja ykkur um að bera klæði á vopnin ef einhver eru og leita að því sem sameinar okkar frekar en sundrar. Okkur hefur verið falið mikið traust og í slíku trausti felst mikil ábyrgð,“ skrifar hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Birgitta segir Píratar í öðrum löndum hafa ratað í vanda: „Píratar í öðrum heimshornum hafa orðið fyrir sambærilegum áskorunum í meðbyr og þar mistókst að finna lausnir. Þar var ákveðið að takast á um allt á milli himins og jarðar fyrir opnum tjöldum og það endaði með algeru hruni á trausti. Það er eitt að tala efnislega um ólík pólitísk sjónarmið, annað er að takast á um persónuleg ágreiningsmál. Það vill enginn sem er að koma í partý lenda í rifrildi gestgjafana. Þá fer fólk eitthvað annað og það væri hörmulegt að þeir sem finna von í okkar málflutningi um pólitískar lausnir missi þá von.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: