Yrði einhver árangur af því að gefa látið fólk saman í hjónaband ?
Ragnar Önundarson skrifar:
Jæja, á nú að sameina Deutsche Bank og Commerzbank ? Yrði einhver árangur af því að gefa látið fólk saman í hjónaband ?
Evrópa frestar og frestar að taka á vandamálunum. Góð staða iðnríkjanna í miðjunni er á kostnað jaðarríkja ESB. Þessir bankar fjármögnuðu útflutning á vörum iðnríkjanna til jaðarríkjanna sem ekki skiluðu sér með arðbærum hætti í bættum lífskjörum. Stöðnun er afleiðing ómarkvissrar verðmætaráðstöfunar. Lágir vextir hafa ekki leyst vandann. Þeir hafa bara haldið óarðbærum rekstri gangandi. Lánin eru ógreidd og í vanskilum. Ekkert er raunhæft nema afskrifa þau.
„Oft eru látin hjón lík“. Langar einhvern í líkhúsið ?
Greinin birtist fyrst á Facbooksíðu Ragnars.