- Advertisement -

Landvarsla hefur margfaldast, nú á að draga úr

Tólf landverðir störfuðu hjá Umhverfisstofnun árið 2007 og voru þeir samtals við störf í 124 vikur. Árið 2008 var Umhverfisstonun með þrettán landverði sem störfuðu í 144 vikur. Það er ár, það er 2008, bættist landvarsla á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs við, en það ár störfuðu 33 landverðir á vegum hans og starfsvikur þeirra voru 330. Landverðir Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðar voru alls 46 árið 2008 og stöfuðu þeir samtals í 474 vikur það ár.

Næstu ár var landvarsla aukin hægt og bítandi. Í fyrra, það er árið 2013, voru 26 landverðir á vegum Umhverfisstofnunar og 51 á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs og unnu þeir samtals í 837 vikur það ár.

Á þessu ári verður þróuninni snúið við og landvarsla verður minni en hún hefur verið síðustu tvö ár. Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir að fækka vikum úr 232 í 167 og Vatnajökulsþjóðgarður úr 605 í 546. Samtals verða 713 vikur vaktaðar á þessu ári á móti 837 í fyrra.

Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur.

-sme

Sífellt aukin lestur – yfir átján þúsund hafa lesið Miðjuna síðustu fjórar vikur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: