- Advertisement -

Landsvirkjun semji við Rio Tinto

Við eigum áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun með innlendum hreinum orkulindum.

Ragnar Önundarson skrifar:

Rio Tinto ætlar að loka álveri sínu á Nýja Sjálandi. Upplagt er að ljúka samningum LV við félagið með því að það kaupi meiri orku á langtímaverði sem er félaginu hagstætt. Við eigum að leggja „loftkastalana“ um ofurgróða LV til hliðar og halda áfram að bjóða hreinustu orkuna á hagstæðu verði. Af því að okkar markaður er ótengdur hinum evrópska (enginn sæstrengur) getur ESB ekki skipt sér af þessu. Við eigum áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun með innlendum hreinum orkulindum og þann stöðugleika sem hinn orkufreki iðnaður getur einn fært okkur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: