- Advertisement -

Landsvirkjun í liði með umhverfissóðum

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Vilhjálmur Birgisson.

Alveg magnað nú ætlar Landsvirkjun að reyna að réttlæta það að selja upprunavottorð til umhverfissóða vítt og breitt um heiminn þannig að þessir aðilar geti sagt, „við erum að nota græna vistvæna orku,“ þegar staðreyndin er hins vegar sú að þessir aðilar eru knýja sína starfsemi með kolum eða kjarnorku. Með þessu framferði Landsvirkjunar með stuðningi íslenskra stjórnvalda er verið að hjálpa umhverfissóðum að taka til í sínum garði og hætta að nota óvistvænar og skítugar aðferðir við knýja raforkukerfi sín áfram.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvar eru Vinstri græn?

Að hugsa sér að okkar tandurhreina orka sé notuð til aðstoða fyrirtæki og blekkja neytendur fyrirtæki, sem nota kol og kjarnorku til framleiða sínar vörur. Eru þessi skítugu viðskipti Landsvirkjunar okkar framlag til umhverfismála?

Já, græðgi Landsvirkjunar ríður ekki við einteyming, en það er kannski ekkert skrítið þegar sjálfur fyrrverandi formaður kjararáðs Jónas Þór er stjórnarformaður Landsvirkjunar, en hann er skipaður í stjórn Landsvirkjunar af Sjálfstæðisflokknum.

Ég spyr enn og aftur hvar eru umhverfissinnar og Vinstri grænir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: