- Advertisement -

Landspítalinn: „Óþolandi ástand og hættulegt fyrir sjúklinga“

Það er hins vegar ljóst að mjög fljótt þarf að finna fleiri rými og aðrar lausnir.

Heilbrigðismál / „Þetta er óþolandi ástand og hættulegt fyrir sjúklinga sem til okkar leita. Þótt orsakirnar séu ekki nema að litlu leyti innanhúss þá er samt ekki öðrum til að dreifa að bregðast strax við,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, meðal annars á heimasíðu sjúkrahússins.

„Því opnuðum við í síðustu viku sjö rúma biðdeild á þriðju hæð Grensáss, tímabundið til að sjúklingar gætu lagst inn á spítalann. Við getum öll staðið í þakkarskuld við það frábæra starfsfólk Grensáss, lyflækninga- og endurhæfingaþjónustunnar og meðferðarsviðs alls sem einhenti sér í málin. Það er hins vegar ljóst að mjög fljótt þarf að finna fleiri rými og aðrar lausnir og erum við að vinna hugmyndir í samráði við aðrar heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisráðuneytið. Þar má engan tíma missa,“ skrifar forstjórinn.

Páll lítur til baka og skrifar: „Í sumarbyrjun lauk hreint ótrúlegu viðbragði Landspítala vegna COVID-19 faraldursins. Þá fóru að sjást blikur á lofti um vaxandi álag á bráðamóttökunni í Fossvogi. Þar var eins og þið munið neyðarástand upp úr áramótum, neyðarástand vegna sjúklinga sem biðu veikir sólarhringum saman á göngum bráðamóttökunnar eftir innlögn á spítalann. Það ástand leiddi til stofnunar átakshóps okkar heilbrigðisráðherra, að hvatningu landlæknis. Vandinn hvarf á einni nóttu í byrjun mars, ekki nema að litlu leyti vegna farsóttarinnar en að miklu leyti vegna opnunar stórs hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg í lok febrúar. Af niðurstöðum átakshópsins leiddi fjölmörg verkefni sem eru á höndum Landspítala og heilbrigðisráðuneytisins en einnig heimahjúkrunar. Þau munu skila árangri til lengri tíma en því miður fóru nú í júní aftur að safnast fyrir sjúklingar á bráðamóttökunni sem biðu innlagnar. Hélst það í hendur við mjög hraða fjölgun sjúklinga með færni- og heilsumat (sjúklingar sem bíða hjúkrunarheimilis) á spítalanum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: