- Advertisement -

Landspítalinn og glæframennska Sjálfstæðisflokksins

Gunnar Smári skrifar:

„Að reka spítala undir sömu kröfum og hótel eða flugvélar, með markmiði um hámarksnýtingu, er glæframennska sem ekki getur endað nema illa.“

Mynd: Mat Napo/Unsplash.

Í ágætri grein Ásgeirs Brynjars Torfasonar í nýrri Vísbendingu segir: „Sá lærdómur sem liggur nú þegar fyrir eftir reynsluna af heimsfaraldrinum, varðandi bæði rekstur fyrirtækja á alþjóðavísu jafnt sem opinberan rekstur sjúkrahúsa er skýr. Of mikil hagræðing getur haft svo alvarlegar afleiðingar að hún skaðar og gerir jafnvel út um reksturinn, svo harkalega að um líf og dauða er að tefla. Það sem öflug fyrirtæki hafa gert undanfarið ár er að draga úr of mikilli hagræðingarkröfu og styrkja þess í stað innviði sína og auka viðnámsþrótt. Til þess að geta tekið á sig stærri og óvæntari skelli.“

Þetta er mikilvægt að hafa í huga undir þvaðri ráðherra Sjálfstæðisflokksins um skilvirkni, hagkvæmni og framleiðni á Landspítalanum. Það eru akkúrat þessar kröfur sem eru heimskan, ekki það að spítalinn standi ekki undir þeim. Að reka spítala undir sömu kröfum og hótel eða flugvélar, með markmiði um hámarksnýtingu, er glæframennska sem ekki getur endað nema illa, eins og reynslan af cóvid víða um heim afhjúpaði. Þetta eru kröfur sem verið er að leggja af í einkafyrirtækjum og þær hafa aldrei átt heima í heilbrigðisþjónustu.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ljósmynd: Vísir.

Hversu langur tími þarf að líða þar til að stærstu fyrirtæki heims og helstu dómkirkjur nýfrjálshyggjunnar hafa viðurkennt dauða nýfrjálshyggjunnar þar til tíðindin berast upp í Valhöll? Og hvernig stendur á því að fjölmiðlar á Íslandi taka við þessu þvaðri Sjálfstæðisflokksfólki eins og einhverju öðru en órum?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: