- Advertisement -

Landspítalinn í höftum lyfjaheildsala

Þetta er rökstutt með að lyfjafyrirtækin þurfi féð til að geta þróað lyf.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Þótt ólíklegt sé að Íhaldsflokkurinn muni leggja í að selja NHS, ríkisrekið heilbrigðiskerfi Breta, sem er þjóðardjásn í hugum flestra landsmanna; þá mun hann án vafa auka enn einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins með útvistun og verksamningum við einkasjúkrahús og önnur hagnaðardrifin heilbrigðisfyrirtæki. Stóra breytingin verður hins vegar ef Íhaldinu verður að ósk sinni að bæta fyrir Brexit með stórum viðskiptasamningi við Bandaríkin og fallast á að viðskipti með lyf verði þar inni.

Í dag er bandaríska ríkinu bannað að beita styrk sínum til að lækka verð á lyfjum.

Í dag er bandaríska ríkinu bannað að beita styrk sínum til að lækka verð á lyfjum, ríkið verður að sætta sig við það verð sem lyfjafyrirtækin setja upp. Þeim hefur verið gefið alræðisvald. Þetta er rökstutt með að lyfjafyrirtækin þurfi féð til að geta þróað lyf, séu í raun almananþjónustufyrirtæki um leið og þau blóðmjólki almenning fyrir stórkostlegum hagnaði.

Þetta er ekki staðan í öðrum ríkjum þar sem almannavaldið hefur ekki gefið vald sitt yfir til stórfyrirtækja. Eins og t.d. í Bretlandi þar sem NHS semur við bandarísk lyfjafyrirtæki um verð; segist geta borgað svona og svona mikið fyrir tiltekið lyf og semur út frá því. Eða ekki, segir einfaldlega: Ef þið viljið selja þeta lyf inn á 65 milljón manna markað þá er verðið þetta.

Íslensk stjórnvöld hafa tekið bandarísku leiðina með því að banna t.d. Landspítalanum að fara í lyfjaútboð með norskum spítölum. Það var stoppað af kröfu íslenskra lyfjaheildsala, þeirra sem tóku yfir starf Lyfjaverslunar ríkisins, og sem draga um milljarð króna árlega upp úr ríkissjóði með álagningu á lífsnauðsynleg lyf.

Hvað um það, eitt af stefnumálum Donald Trump er að neyða aðrar þjóðir til að sætta sig við það sem verð sem lyfjarisarnir bandarísku setja upp. Hans kenning er að með því að semja um verð séu aðrar þjóðir í raun að neita að taka þátt í þróunarkostnaði lyfja, þær velti honum yfir á bandaríska neytendur. Hans krafa er því að aðrar þjóðir borgi uppsett verð og hans trú er að þá muni verð á lyfjum í Bandaríkjunum lækka.

Ef þetta verður hluti af nýjum viðskiptasamningi Breta við Bandaríkin eftir Brexit áætla sérfræðingar að lyfjakostnaður Breta muni hækka gríðarlega, fjórfalt, jafnvel sexfalt. Og verða miklum mun kostnaðarsamara en sparnaðurinn af því að ganga úr ESB sem Brexitsinnar áætluðu og sögðust ætla að leggja inn í NHS. Hækkun lyfjakostnaðar mun raska forsendum gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu þar sem Íhaldsflokkurinn hefur engar áætlanir um að innheimta þennan kostnað af hinum aflögufæru; fjármagnseigendum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: