- Advertisement -

Landspítalinn á leið í þrot

Ekki í um­bæt­ur fyr­ir sjúk­linga né starfs­fólk.

Upp­taka evru kall­ar vissu­lega á póli­tískt þrek…

„Stjórn­end­ur Land­spít­al­ans eru hætt­ir að tala und­ir rós; spít­al­inn er á leið í þrot ef ekki verður brugðist við. Þeir sér­fræðing­ar sem þekkja til á sam­bæri­leg­um heil­brigðis­stofn­un­um í lönd­un­um í kring­um okk­ur full­yrða að þar myndu stjórn­völd hik­laust stíga inn, væri ástandið jafnslæmt og það er t.d. á bráðaþjón­ustu Land­spít­al­ans,“ segir í nýrri Moggagrein Hönnu Katrínar Friðriksson þingflokksformanns Viðreisnar.

„Hvorki sjúk­ling­um né starfs­fólki væri boðið upp á slíkt ástand. Hér er ekki í önn­ur hús að venda með marga þá þjón­ustu sem Land­spít­al­inn býður. Sú staðreynd ýtir auðvitað und­ir skyldu stjórn­valda til að bregðast við. En það virðist ekki duga til,“ skrifar hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…láta eins og það sé nátt­úru­lög­mál að fleiri tugir/​hundruð millj­arða tap­ist úr rík­iskass­an­um á hverju ári vegna krón­unn­ar?

„Þrátt fyr­ir að um­svif hins op­in­bera hafi auk­ist sem aldrei fyrr skil­ar það sér ekki í um­bót­um á vanda Land­spít­al­ans. Ekki í rekstr­ar­fram­lög­um, ekki í fram­lög­um til lækn­inga­tækja og ekki til lyfja­kaupa. Ekki í um­bæt­ur fyr­ir sjúk­linga né starfs­fólk. Þess í stað fara tæp­lega 100 millj­arðar króna í vaxta­gjöld á næsta ári, þar af um helm­ing­ur vegna þeirra öm­ur­legu vaxta­kjara sem rík­is­sjóður þarf að sætta sig við vegna ís­lensku krón­unn­ar. Í heild kosta viðbót­ar­vext­ir vegna krón­unn­ar okk­ur ríf­lega 200 millj­arða á ári, þ.e. rík­is­sjóð, fyr­ir­tæki (þau sem ekki fá að flýja krón­una) og heim­ili (sem alls ekki fá að flýja krón­una).“

„Hvað ætl­um við sem sam­fé­lag að halda áfram lengi að láta eins og það sé nátt­úru­lög­mál að fleiri tugir/​hundruð millj­arða tap­ist úr rík­iskass­an­um á hverju ári vegna krón­unn­ar? Fjár­mun­ir sem ekki geta leitað í þarfari verk­efni eins og heil­brigðisþjón­ustu? Upp­taka evru kall­ar vissu­lega á póli­tískt þrek en er það ekki ein­mitt hlut­verk stjórn­mála­fólks að sýna slíkt þrek? Frek­ar en varpa vand­an­um til dæm­is yfir á heil­brigðis­starfs­fólk og sjúk­linga?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: