- Advertisement -

Landshluti sem þarfnast ríkisaðstoðar

Ef við skoðum íbúatölur frá 2010–2018 hefði fjölgunin átt að vera 919 en raunfjölgun er upp á 122.

Sauðárkrókur:
Ég vil með þessu hér vekja athygli á alvarlegri stöðu landshlutans .

„Samkvæmt úttekt Byggðastofnunar á meðalatvinnutekjum landsmanna árið 2017 eru meðalatvinnutekjur lægstar á landinu á Norðurlandi vestra, 2,9 milljónir á ári. Á Suðurlandi er það 3,1, á Vestfjörðum 3,3 en landsmeðaltal á sama tíma er 3,5 milljónir. Útsvarsstofninn er lægsta gildi nokkurs landshluta, tæpum 600.000 kr. undir landsmeðaltali. Það er ljóst að landshlutinn þarf aðstoð stjórnvalda til að snúa þeirri þróun við. Aukinn verkefnaflutningur til svæðisins auk aðkomu ríkis við uppbyggingu hvers lags mannaflafreks iðnaðar er nauðsynlegur. Ég vil með þessu hér vekja athygli á alvarlegri stöðu landshlutans og skora á stjórnvöld að koma með raunhæfar aðgerðir áður en það verður of seint.“

Það var Stefán Vagn Stefánsson, bæjarfullrúi í Skagafirði og varaþingmaður Framsóknar, sem þannig talaði í jómfrúrræðu sinni á Alþingi í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann hóf ræðuna svona:

„Mig langar í minni fyrstu ræðu á Alþingi Íslendinga að ræða mál sem mér er hugfólgið, þ.e. stöðu þess landshluta sem ég tilheyri, Norðurlands vestra. Ég vil byrja á því að segja að það er afar gott að vera íbúi í landshlutanum en þróun undanfarinna ára er með þeim hætti að aðgerða er þörf. Það er sama hvaða mælikvarðar eru notaðir, Norðurland vestra er undir landsmeðaltali, lægst eða næstlægst í þeim flestum. Ef skoðaðar eru íbúatölur frá 1998–2019 fjölgaði íbúum á landinu öllu um 30% en íbúum á Norðurlandi vestra fækkað um 12%, eða um 1.025. Að vísu, ef skoðaðar eru tölur frá 1. september 2018, var fjölgun í landshlutanum um 1,3% en 1% á landsvísu. Ef fjölgunin á Norðurlandi vestra hefði fylgt landsmeðaltali á árunum 2005–2018 hefði fjölgað um 920 íbúa í landshlutanum en raunin er fækkun um 134. Ef við skoðum íbúatölur frá 2010–2018 hefði fjölgunin átt að vera 919 en raunfjölgun er upp á 122.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: