Fréttir

Landsbankinn spáir verðhjöðnun í júlí

By Miðjan

July 15, 2014

Efnahagsmál Í bráðabirgðaspá hagfræðideildar Lansdbankans er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs lækki um 0,3 prósent milli mánða en að hún hækki um 0,3 prósent í ágúst þegar sumarútsölur ganga til baka, 0,4 prósent í september og 0,1 prósent í október. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan verða undir verðbólgumarkmiðinu í sumar og enda í 2,3 próent í október.

Hagstofan birtir júlímælingu vísitölu neyslverðs á mogrun. Gangi spá Lansdbankans eftir mun ársverðbólgan haldast óbreytt í 2,2 prósent og mun því áfram verða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.