- Advertisement -

Landhelgisgælan flýr skattana

- kaupir helst olíu á varðskipin í Færeyjum. Þetta er gert í sparnaðarskyni.

Landhelgisæslan hefur valið þann kost að kaupa frekar olíu á varðskipin í Færeyjum, frekar en á Íslandi. Olía er umtalsvert dýrari hér en í Færeyjum. Að auki sparast verulegar fjárhæðir þar sem Landhelgisgæslan kemst með þessu undan olíugjaldi.

Gæslan hefur keypt olíu víða, langmest í Færeyjum. Að auki hefur hún keypt olíu á Ítalíu, Spáni og Möltu auk Íslands. Olíukaupin á á Ítalíu, Spáni og Möltu tengjast landamæragæslu á vegum Frontex. Gunnar Ingi Guðmundsson spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra hvort kaup á olíu í öðrum löndum hafi tafið skipin frá eftirlti á Íslandsmiðum. Nei, svo er ekki varðandu olíukaup, nema í Færeyjum.

„Áhrifin af ferðum varðskipa til Færeyja á gæslustörfin eru einnig hverfandi. Skipin fara jafnan til Færeyja þegar þau eru við eftirlit í austanverðri lögsögunni. Um leið gefst færi á að sinna eftirliti á svæði innan efnahagslögsögunnar sem sjaldan er farið um, þ.e. hafsvæðinu djúpt suðaustur af landinu og á Færeyjahryggnum. Skipin staldra yfirleitt mjög stutt við í Færeyjum, eða rétt sem nemur tímanum sem olíudælingin tekur. Vera varðskipanna utan lögsögunnar er þar af leiðandi sjaldnast meiri en sólarhringur. Í þessu samhengi má líka nefna að Færeyjar eru innan alþjóðlega leitar- og björgunarsvæðisins sem Ísland er ábyrgt fyrir. Því hafa nokkrar þessara ferða verið nýttar til æfinga með dönskum eftirlitsskipum og færeyskum varðskipum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: