- Advertisement -

Landgræðslufrumvarp í deiglunni

Vinna að nýjum lögum um landgræðslu mun brátt hefjast og er ætlað að frumvarp verði lagt fram haustið 2015. Núgildandi lög voru staðfest 24. apríl 1965.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að hefja vinnu við frumvarp að nýjum lögum um landgræðslu. Kemur þetta fram á vef ráðuneytisins.

Við gerð frumvarpsins verður m.a. byggt á vinnu nefndar um endurskoðun laga um landgræðslu, sem skilaði greinargerð í júní 2012. Í greinagerðinni er m.a. lagt til að tilgangur laganna skuli vera: „að vernda, endurheimta og auka þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi og gróðri landsins og stuðla að sjálfbærri vernd og nýtingu þeirra. Jafnframt að vistkerfi  landsins geti veitt samfélaginu fjölbreytta þjónustu.“

Við gerð frumvarpsins er m.a. lögð áhersla á að skýra ákvæði um verndun vistkerfa og jarðvegs, sjálfbæra nýtingu þeirra, sem og leiðir til landgræðslu með það meginmarkmið að byggja upp og endurheimta gróður- og jarðvegsauðlindir landsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar á vef ráðuneytis.

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: