Þorvaldur Gylfason skrifaði:
Yngri hagfræðingar íslenzkir í útlöndum hafa skrifað mér, þar á meðal þessi sem segir:
„Ég verð því miður að viðurkenna að þetta mál kemur mér lítið á óvart. Oft var ég spurður hvort ég vildi eða ætlaði ekki að koma heim til Íslands, sérstaklega um það leyti sem ég var að klára doktorsnámið. Það var aldrei planið, ég var þá búinn að átta mig á stöðunni. …
Það er mikið frelsi í því fólgið að geta tjáð sig um íslensk efnahagsmál án þess að eiga á hættu á að missa lífsviðurværi sitt. En það er hart að þurfa að lifa utan landsteinanna til að geta haft þetta frelsi.“
Þú gætir haft áhuga á þessum
Fyrirsögnin er Miðjunnar.