- Advertisement -

Landeigendur hafi heimildir til að rukka

„…allt aftur til Jónsbókar eða jafnvel Grágásar.“

Einar Kárason sagði á Alþingi:

„Eins og menn vita eru dæmi þess á liðnum árum að landeigendur hafi lokað af eða afgirt vinsæla ferðamannastaði og tekið upp þann hátt að selja fólki aðgang að þessum stöðum. Þetta hefur ekki verið gert víða, enn sem komið er, og landeigendur hafa svo sem komið með ágætlega geðug rök fyrir þessu, þeir segja að þeir þurfi að nota peningana til að vernda svæðin, leggja stíga o.s.frv.

Hins vegar óttast maður að ef þetta fer að breiðast út um landið muni það þýða allt annars konar upplifun okkar Íslendinga á þessu landi, auk þess sem þetta er talið vera í andstöðu við bæði hefðir um frjálsa för fólks um landið og jafnvel forna lagabálka, allt aftur til Jónsbókar eða jafnvel Grágásar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þórdís Kolbrún: „Það er ekki endilega skynsamlegt fyrir okkur öll að eina leiðin sé að loka þegar ágangurinn er orðinn mikill.“

Og hann spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamálaráðherra:

„Þess vegna langar mig til að vita og heyra frá hæstvirtan ráðherra hver sé stefna ríkisstjórnarinnar og hennar í þessu efni, hvort það eigi að setja reglur um hvernig þessu verði háttað í framtíðinni.“

Þórdís svaraði þessu helstu:

„Það er ekki endilega skynsamlegt fyrir okkur öll að eina leiðin sé að loka þegar ágangurinn er orðinn mikill. Þá finnst mér frekar koma til greina að eigendurnir hafi lagalega heimild, sem ég tel að þeir hafi, til að taka gjald fyrir komu á land þeirra, sérstaklega ef standa á undir ákveðinni þjónustu fyrir ferðamenn. Væntanlega viljum við ekki að allir bændur loki löndum sínum vegna þess fjölda ferðamanna sem vill koma þangað.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: