- Advertisement -

Landbúnaður í Sjávarklasanum

Landbúnaðarklasinn og Sjávarklasinn hafa gert með sér samstarfssamning. Sjávarklasinn mun fóstra frumkvöðla í landbúnaði á sama hátt og frumkvöðla í haftengdri starfssemi. Báðir aðilar höfðu miklar væntingar til samstarfssins og hefur það farið fram úr björtustu vonum.

„Nú þegar eru tveir frumkvöðlar komnir af stað, Green Lamb og Pure Natura. Bæði fyrirtækin eru að vinna með íslenska lambið en þó á ólíkan hátt. Green Lamb er að þróa íslenskt kebab á keilum með nýrri framleiðsluaðferð og í stað þess að nota unnar afurðir í keilurnar þá er lífrænt lambakjöt stútfullt omega 3, steinefnum og vítamínum notað.

Pure Natura vinnur fæðubótarefni úr innmat lambsins. Ein næringarríkasta matvaran er lifrin og hefur fyrirtækið þegar framleitt fjórar vörutegundir. Sérstaða vörunnar er að hún er unnin úr sláturdýrum, þurrkuð, möluð, blönduð íslenskum jurtum og sett í hylki en slíkt þekkist ekki annars staðar. Fleiri vörur eru á teikniborðinu sem munu áfram hressa landann.

Fleiri frumkvöðlar úr landbúnaði hafa óskað eftir aðstöðu svo við væntum þess að rýmið verði fullnýtt áður en febrúarmánuður er liðinn,“ segir á heimasíðu Sjávarklasans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: