- Advertisement -

Landakaupamenn sleppa frá sköttum

Við erum því að gefa honum umtalsverða peninga árlega.

Gunnar Smári skrifar:

Ekki eru lögð fasteignagjöld á óræktað land og því borga auðmenn sem kaupa upp jarðir bara fasteignagjöld af mati á verðmæti húsa, túna og hlunninda. Auðmaður sem kaupir bújarðir fyrir 10 milljarða króna greiðir því ekki 50 m.kr. árlega til sveitarfélaganna, eins og væri ef fasteignamat væri miðað við markaðsvirði, heldur kannski bara 1 m.kr. eða svo. Svona erum við alltaf góð við ríka fólkið.

Þarna er miðað við 0,5% fasteignagjöld en fasteignum skipt í nokkra skattflokka:

Þú gætir haft áhuga á þessum
  • A-flokkur allt að 0,5% af fasteignamati: Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.
  • B-flokkur 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.
  • C-flokkur allt að 1,32% af fasteignamati ásamt lóðarréttindum: Allar aðrar fasteignir, s.s. iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu.
  • O-flokkur er undanþeginn fasteignaskatti: Kirkjur og bænahús íslensku þjóðkirkjunnar og annarra trúfélag.

Ef auðmaðurinn í dæminu hér á ofan þyrfti að borga fasteignagjöld af fjárfestingum sínum eins og væru þær lóðarréttindi utan landbúnaðarnýtingar þyrfti hann að borga 132 m.kr. árlega til sveitarfélaganna. Við erum því að gefa honum umtalsverða peninga árlega.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: