Stjórnmál

Land tækifæranna?

By Ritstjórn

September 12, 2021

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar:

Smálánatakandi, ofurþreytta, lágtekjufólkið býr ekki í landi tækifæranna sem birtast okkur í bláum brosandi skilaboðum stjórnmálafólks á strætóskýlum. Skilaboðin leitast við að telja okkur trú um að hér sé allt fullt af tækifærum sem megi ná fram með skattalækkunum sem muni virkja kraftinn í fólki og fyrirtækjum.

Land tækifæranna gefur ríkasta fólkinu brauð, bakarí og nóg af hveiti en brauðmolarnir skila sér ekki til öryrkja sem margir þurfa að treysta á matarúthlutanir hjálparsamtaka. Í samfélaginu sem við búum við í dag mega öryrkjar ekki fá tekjur sem duga út mánuðinn, mega ekki vinna án skerðinga og fá ekki greitt fyrir hlutastarf sem þeir missa. Til þess þarf viðkomandi að hafa verið í að lágmarki 25% starfshlutfalli.