- Advertisement -

Láglaunafólk er ekki eitt ábyrgt

Atvinnurekendur fögnuðu í gær stuðningi Seðlabankans við sín sjónarmið í kjaradeilunni.

Björgvin Guðmundsson heldur áfram að vekja athygli á misskiptingunni í samfélaginu.

Nú skrifar hann:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég get ekki fallist á, að ábyrgðin á fjárhagslegum stöðugleika sé öll okkar megin hjá lægst launaða fólkinu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í viðtali við RUV. „Láglaunafólk á ekki eitt að bera ábyrgð á fjárhagslegum stöðugleika,“ sagði hún.

Atvinnurekendur fögnuðu í gær stuðningi Seðlabankans við sín sjónarmið í kjaradeilunni. Sólveig Anna gagnrýndi málflutning Seðlabankastjóra harðlega. Hún sagðist trúa því að almenningur hefði það mikla réttlætiskennd,að hann teldi rétt að verkafólk fengi mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Þjóðfélagið væri vellauðugt og allir ættu að geta haft mannsæmandi laun. Fámenn yfirstétt lifði í vellystingum en verkafólk hefði varla til hnífs eða skeiðar.

Sólveig Anna hefur sagt að Efling muni ekki hvika frá kröfum sínum enda eru þær mjög réttlátar, 425 þús kr. fyrir skatt á 3 árum. Þar af 14% í fyrsta áfanga.

Landi sem trjónir á toppi Evrópulanda með dýrustu lífsnauðsynjar!

Harpa Njáls félagsfræðingur hefur bætt við þetta:

„Þetta er mjög sanngjörn krafa – það kemst engin af með minna. Hér er verið að tala um 425 þús. krónur í lok samningstíma fyrir skatt! Menn þurfa að horfast í augu við hvað lífsnauðsynjar (matur, húsnæði, rafmagn og hiti o.s.frv.) kostar á Íslandi.- Landi sem trjónir á toppi Evrópulanda með dýrustu lífsnauðsynjar! Það verða ekki margar krónur eftir í „buddunni“ hjá þeim sem fá 14% hækkun í fyrsta áfanga – til félagslegrar þátttöku og tómstunda og annars sem þykir sjálfsagt og eðlilegt. Nei, þetta er lágmarkskrafa til að hafa í sig og á fyrir fullt (100%) starf!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: