Fréttir

Lætur Dagur borgina borga eigin áróður?

Sjálfstæðismenn vilja vita hvað borgarsjóður þarf að borga fyrir marga fundi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur.

By Miðjan

April 03, 2018

Samkomulag meðal borgarfulltrúa ber þess æ skýrara merki að kosningar eru framundan. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði vilja vita hvað margir fundir borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar kosta borgarsjóð.

„Borgarstjóri hefur haldið reglulega opna fundi í Ráðhúsinu og víðar í borginni á kjörtímabilinu,“ en þannig hefst spurning sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram.

„Þessum opnu fundum hefur farið fjölgandi nú í aðdraganda kosninga sem augljóst er að nýta á í áróðursskyni á kostnað skattgreiðenda. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um hversu marga opna fundi borgarstjóri hefur haldið á kjörtímabilinu og hversu marga fundi er áætlað að halda í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí. Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði við fundarhöldin og heildarkostnaði þar með talið launakostnaði, útkeyptri vinnu, húsnæðiskostnaði og kostnaði við veitingar,“ segir í spurningunni.