- Advertisement -

Lætur Dagur borgina borga eigin áróður?

Sjálfstæðismenn vilja vita hvað borgarsjóður þarf að borga fyrir marga fundi sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heldur.

Samkomulag meðal borgarfulltrúa ber þess æ skýrara merki að kosningar eru framundan. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði vilja vita hvað margir fundir borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar kosta borgarsjóð.

„Borgarstjóri hefur haldið reglulega opna fundi í Ráðhúsinu og víðar í borginni á kjörtímabilinu,“ en þannig hefst spurning sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram.

„Þessum opnu fundum hefur farið fjölgandi nú í aðdraganda kosninga sem augljóst er að nýta á í áróðursskyni á kostnað skattgreiðenda. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um hversu marga opna fundi borgarstjóri hefur haldið á kjörtímabilinu og hversu marga fundi er áætlað að halda í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í maí. Óskað er eftir sundurliðuðum kostnaði við fundarhöldin og heildarkostnaði þar með talið launakostnaði, útkeyptri vinnu, húsnæðiskostnaði og kostnaði við veitingar,“ segir í spurningunni.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: