- Advertisement -

Lærðum ekki nóg af Geirfinnsmálinu

Almennt er t.d. talið að einangrunarvist yfir 14 daga teljist til pyntinga.

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, hefur fengið svar við fyrirspurn um gæsluvarðhald og einangrun. Hún skrifar:

„Ég fékk svar frá dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald og einangrunarvist fanga fyrr í desember. Mig grunaði að farið væri heldur frjálslega með hvort tveggja. Gæsluvarðhaldi og einangrun á að beita í undantekningartilfellum enda verulega íþyngjandi úrræði. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita þegar í húfi eru rannsóknahagsmunir eða almannaheill. Munum að dómur er ekki fallinn yfir einstaklingi á þessu stigi máls.
Miðað við fjölda alvarlegra glæpa sem framdir eru hérlendis eru þessar tölur uggvænlegar. Ég ætla að leita frekari skýringa á þessum tölum en í ljósi umræðna um nýfallinn gæsluvarðhaldsúrskurð vildi ég benda á þessar tölur.
Almennt er t.d. talið að einangrunarvist yfir 14 daga teljist til pyntinga. Ég held við höfum ekki lært nógu mikið af Geirfinnsmálinu, allavega við fyrst sýn á þessum tölum.

Ég ætla ekki að leggja dóm á nýfallinn gæsluvarðhaldsúrskurð en auðvitað vaknar grunur um einkennilega forgangsröðun og mat lögreglu og dómstóla á þörf þessa úrræðis í þessu tilviki, þegar við lítum til fádæma gæsluvarðhaldsgleði íslenska réttarríkisins.
Nú er ég ekki að hvetja til aukins gæsluvarðhalds, þvert á móti held ég að þetta úrræði sé misnotað -en spurningin stendur eftir: Er alltaf verið að líta til rannsóknahagsmuna og almannahagsmuna -eða er eitthvað annað sem ræður ferðinni? Aftur verðum við að muna að allir eru saklausir þar til sekt sannast.“

Hér er fyrirspurnin og svör ráðherra:


Svar
dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur um gæsluvarðhald og einangrunarvist fanga.

     1.      Hversu margir fangar sættu gæsluvarðhaldi á árunum 2014–2018? Svar óskast sundurliðað eftir árum, fjölda fanga og heildarlengd gæsluvarðhalds, þ.m.t. eftir fjölda úrskurða um gæsluvarðhald sem og framlengingu á gæsluvarðhaldsúrskurðum.

20142015201620172018
Fjöldi (upp­hafs)gæslu­v­arðhaldsúrsk­urða118135130142158
Fjöldi ein­stak­linga sem úrsk­urðaðir eru í gæslu­v­arðhald112130122139148
Dag­ar úrsk­urðaðir (með viðbót­arúrsk­urðum)5335740858941497510150
Dag­ar í gæslu­v­arðhaldi, sam­tals*443568085217126528020

*Gæsluvarðhaldi lýkur oft fyrr en úrskurðað hefur verið, svo sem ef endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp í málinu eða ef gæsluvarðhaldi er aflétt af öðrum ástæðum.

     2.      Hversu margir fangar sættu einangrunarvist samkvæmt úrskurði sömu ár? Svar óskast sundurliðað eftir árum, fjölda fanga og lengd einangrunarvistar.

20142015201620172018
Fjöldi ein­stak­linga í ein­angr­un72878187109
Meðaltal ein­stak­linga í ein­angr­un1,82,71,92,72,6
Fjöldi daga í ein­angr­un60710006871006927
Meðaltal daga í ein­angr­un8,411,58,511,68,5
Styst12211
Lengst3656434129

     3.      Hversu oft sættu fangar á þessum árum vistun á öryggisgangi fangelsa? Svar óskast sundurliðað eftir árum, fjölda fanga og lengd vistunar á öryggisgöngum.

20142015201620172018
Fjöldi ein­stak­linga21211
Lengd vist­un­ar í dög­um58 (29 d. hvor )3060 (30 d. hvor )1490

     4.      Hver tekur ákvarðanir um vistanir á öryggisgangi fangelsa? Á hvaða lagagrundvelli byggjast þær ákvarðanir og hversu algengt er að þær séu framlengdar?
    Samkvæmt 5. mgr. 21. gr. laga um fullnustu refsingu, nr. 15/2016, getur forstöðumaður í öryggisskyni eða vegna sérstakra aðstæðna tekið ákvörðun um að flytja fanga á milli deilda og klefa. Vistun á öryggisdeild má ekki ákvarða til lengri tíma en þriggja mánaða í senn, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 240/2018 um fullnustu refsinga. Á árunum 2014–2018 var vistun á öryggisdeild framlengd í tvígang.

     5.      Telur ráðherra fyrirkomulag gæsluvarðhalds og einangrunarvistar, sem og ákvarðanir um vistanir á öryggisgöngum, samrýmanlegt 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og 3. og 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu?
    Gæsluvarðhald er þvingunarráðstöfun sem felst í því að sakborningur í sakamáli er sviptur frelsi vegna rannsóknar eða meðferðar máls. Gæsluvarðhald er undantekning frá meginreglunni um frelsi og friðhelgi, sbr. 1. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 5. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Gæsluvarðhald er sú þvingunarráðstöfun sem gengur einna lengst í þá átt að skerða réttindi manna og eru henni settar þröngar skorður. Samkvæmt 3. mgr. 67. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 97. gr. laga um meðferð sakamála verður ekki gripið til gæsluvarðhalds nema á grundvelli dómsúrskurðar og ber að túlka allar reglur um sviptingu frelsis og sjálfræðis í ljósi grundvallarreglunnar um frelsi og friðhelgi. Fangar í gæsluvarðhaldi hafa ekki hlotið dóm fyrir refsivert brot og þar af leiðandi eru ekki settar frekari skorður við frelsi þeirra en brýna nauðsyn ber til.
    Dómari tekur ákvörðun um einangrunarvistun með úrskurði þegar í upphafi gæsluvarðhalds, sbr. 2. mgr. 98. gr. og b-lið 1. mgr. 99. gr. laga um meðferð sakamála. Einangrun má ekki beita nema hún sé nauðsynleg á grundvelli a–d-liðar 1. mgr. 95. gr. laganna, þ.e. vegna rannsóknarhagsmuna eða til að vernda sakborning eða verjast árásum af hans hálfu. Þær breytingar urðu með lögum um meðferð sakamála að gæsluvarðahaldsfangar geta einungis sætt einangrun eftir úrskurði dómara að tilteknum skilyrðum uppfylltum og tryggir þetta enn frekar réttaröryggi gæsluvarðhaldsfanga. Einangrun er sérstök þvingunarráðstöfun sem ekki skal grípa til nema nauðsyn krefji, enda lýtur hún meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, líkt og önnur þvingunarúrræði og þurfa dómarar og aðrir sem koma að sakamálum að taka mið af þeim sjónarmiðum við störf sín.
    Ein af grundvallarskyldum fangelsisyfirvalda er að tryggja öryggi fanga, sem felst m.a. í því að vernda þá fyrir ofbeldi að hálfu samfanga og tryggja að þeir sæti ekki vanvirðandi meðferð samfanga, sbr. 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, og 2. og 3. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Samkvæmt 1. mgr. 76. gr. laga um fullnustu refsinga, nr. 15/2016, má vista fanga í öryggisklefa ef nauðsyn krefur til að koma í veg fyrir ofbeldi, hemja ofbeldisfullan mótþróa hans eða hindra að hann skaði sjálfan sig eða aðra. Fangar sem vistaðir eru á öryggisdeild njóta sömu réttinda og fangar vistaðir á öðrum deildum nema réttindi þeirra séu skert með stoð í lögum um fullnustu refsinga. Í ljósi þess að fangar sem vistast á öryggisdeild hafa annaðhvort gerst sekir um alvarleg eða ítrekuð agabrot, eru taldir stefna öryggi fangelsisins í hættu eða eru ekki taldir geta vistast með öðrum föngum vegna hegðunar sinnar hefur þótt nauðsynlegt að kveða á um útivist þeirra sem þar vistast og að iðkun tómstundastarfa, íþrótta o.þ.h. sé að jafnaði á öðrum tímum en annarra fanga, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 240/2018.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: