- Advertisement -

Læknisvottorðið kostaði 80 þúsund

obi.is: Kona á Suðurlandi, sem kýs að láta nafns sín ekki getið,  og sótti um lífeyri í Danmörku eftir ráðleggingar frá Tryggingastofnun, þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund krónur fyrir læknisvottorð vegna þess hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

 Konan, sem er með 75% örorkumat hjá TR, hafði búið um hríð í Danmörku, og átti því hugsanlega rétt þar til lífeyris. Tryggingastofnun ráðlagði henni að sækja um þann rétt hjá systurstofnun sinni í Danmörku, Udbetaling Danmark. Tryggingastofnun hafði milligöngu um umsókn hennar og sendir með það læknisvottorð sem stofnunin hafði í fórum sínum. Udbetaling Danmark fór hins vegar fram á ítarlegra vottorð. Konan leitaði því í framhaldinu til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem hún hitti heimilislækni sinn. Það viðtal tók  um 15 – 20 mínútur og kom gjald fyrir fyrirhugað vottorð aldrei til tals.

Nokkru síðar fær hún tilkynningu um að vottorðið sé tilbúið. Vottorðið fæst afhent hjá HSU án greiðslu, og sendir hún það til Danmerkur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Engin svör hafa borist, þrátt fyrir ítrekanir þar um.

Rúmum mánuði síðar berst henni bréf frá HSU þar sem henni er tilkynnt að vottorðið sé tilbúið, en hún þurfi að greiða rúmar 80.000 krónur til að fá það afhent. Henni þótti þetta nokkuð sérstakt, enda löngu búin að nálgast vottorðið. Upphæðin kom henni skiljanlega á óvart. Hún leitaði því liðsinnis ÖBÍ, hvort hún þurfi virkilega að greiða svo mikið fyrir læknisvottorð. Vottorðið var vissulega ítarlegt, upp á 4 síður, en unnið að mestu upp úr fyrirliggjandi gögnum. Samkvæmt gjaldskrá HSU, sem birt er á heimasíðu þeirra, er ekki tekið gjald fyrir örorkuvottorð, hvorki vegna slysatrygginga né lífeyristrygginga. Hæsta verð fyrir læknisvottorð er vegna byssuleyfa, skóla og sumarbúða erlendis og vegna atvinnutengdra réttinda, svo sem meiraprófs, 5.750 krónur. Það er því óskiljanlegt með hvaða rökum stofnunin telur sig geta rukkað viðkomandi um þetta háa fjárhæð fyrir læknisvottorð.

Eftir samskipti ÖBÍ við TR  kom í ljós að konan ætti rétt á að sækja um endurgreiðslu þessa kostnaðar til TR. Í tölvubréfi frá starfsmanni TR kemur fram að stofnunin hafi ekki tölur yfir kostnað vegna vottorða sem þessa, en að þarna virðist sem um heldur háa upphæð sé að ræða.  Óljóst er hvort konan fái alla upphæðina endurgreidda, eða aðeins að hluta.

Í kjölfarið sendi Öryrkjabandalagið tölvupóst til HSU, þar sem farið var fram á útskýringar og rökstuðning fyrir gjaldinu. Engin svör hafa borist, þrátt fyrir ítrekanir þar um.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: