- Advertisement -

Læknar reyna að fara fram hjá dauðanum

Binda ber í lög að allir íbúar hjúkrunarheimila skuli vera á „líknandi meðferð“.

Ragnar Önundarson skrifar:

Læknar eru komnir í ógöngur, sem við hin borgum fyrir. Þeir reyna að fara fram hjá dauðanum og hafa sumir gleymt að hann er jafn eðlilegur og lífið. Hjúkrunarheimili eru síðasti dvalarstaður flestra sem lifa svo lengi að þeir geta ekki annast daglegar þarfir sínar sjálfir.

„Hátæknilækningar“ á fólki sem þannig er ástatt um eru óviðeigandi af því að öldrun er ólæknandi og ekki sjúkdómur. Í slíkri stöðu ber þeim að líkna en ekki lækna. Ef þeir geta ekki tekið slíkar ákvarðanir þarf að binda þetta í lög. Oft eru það aðstandendur sem eru óviðbúnir því að líf ástvinar er að fjara út og krefjast þessara lækninga. Binda ber í lög að allir íbúar hjúkrunarheimila skuli vera á „líknandi meðferð“ í hinum víðari skilningi, ekki lokameðferð, en hún gengur út á að láta hinum aldraða líða vel síðasta spölinn í lífinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: