„Hver verða raunverulega útspil ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga? Þessu þarf að svara.“
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifar fína grein á Kjarnann.
Þar segir Kristján Þórður, sem er að auki annar varaforseti ASÍ, meðal annars þetta:
„Í skattamálum talar ríkisstjórnin í allar áttir. Óljóst er hvort fulltrúar hennar geta sæst á grundvallarkröfur um lækkun skattbyrði milli- og lágtekjuhópa, sérstaklega þess síðar nefnda. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa fremur talað fyrir því að einfalda skattkerfið. Það þýðir hins vegar bara eitt: Lækkun skatta á ofurlaun og stóreignafólk.
Það er því von að spurt sé: Hver verða raunverulega útspil ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga? Þessu þarf að svara.“