- Advertisement -

Lækkið greiðslubyrðina

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Það má segja að markmið lífskjarasamningsins við að skapa vaxtalækkun hafi tekist að hluta til þótt hæglega megi segja að viðskiptabankarnir þrír hafi ekki skilað þessari vaxtalækkun Seðlabankans að öllu leiti og það nema síður sé.

Í því samhengi má nefna að verðtryggðir húsnæðisvextir hafa lækkað um einungis 0,5% frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður. En þó má segja að þessi lækkun hafi skilað um 17.000 kr. lækkun á mánuði af 40 milljóna húsnæðisláni eða 200.000 á ári.

Það er gríðarlega mikilvægt að neytendur og heimili endurfjármagni sig í ljósi þess að vextir hafa verið að lækka og morgunljóst að í sumum tilfellum geta heimili aukið ráðstöfunartekjur sínar um hundruð þúsunda á ársgrundvelli, sem var jú eitt af aðalmarkmiðum okkar sem stóðum að lífskjarasamningum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: