Lægri vextir með Costco og H&M
- vöruverð mun ekki hækka hér á landi. Án húsnæðisliðar er verðhjöðnun. Almenningur og fyrirtæki fái að njóta stöðunnar með lægri vöxtum.
„Undanfarin ár hefur kaupmáttur hækkað myndarlega og áfram er útlit fyrir umtalsverða samkeppni í smásöluverslun sem litast af innkomu erlendra aðila sem og aukinni verslun á netinu,“ skrifar Magnús Ármann, forstjóri Gamma, í Morgunblaðið í dag. Magnús gerir ráð fyrir að vöruverð lækki, eða allavega hækki ekki.
„Þá hefur vöruverð lækkað bæði vegna hagræðingar og gengisstyrkingar, en einnig vegna lægri skatta í formi afnuminna vörugjalda og tolla og lækkunar á virðisaukaskatti. En nú er kominn tími til þess að Seðlabanki Íslands leyfi íslenskum almenningi og fyrirtækjum að njóta góðs af velgengni landsins með því að lækka hér vaxtastig og létta þannig á heimilum landsins og auka samkeppnishæfnina.“
Einsog hefur komið fram er eini verðbólguþrýstingurinn vegna húsnæðisverðs.
„Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur nú lækkað um 1,8% síðastliðið ár. Það má því segja sem svo að það sé enginn innlendur verðbólguþrýstingur og í rauninni frekar um að ræða verðhjöðnun á Íslandi. Athygli vekur að myndast hefur umtalsverður munur á vísitölu neysluverðs með og án húsnæðis en vísitalan með húsnæði hefur hækkað um 1,9% síðastliðið ár,“ skrifar Valdimar Ármann.