- Advertisement -

Lægri laun og lengri vinnudagur

„Á sama tíma lengist vinnutíminn um tæplega eina klukkustund á viku og vinnur félagsfólk nú að meðaltali 46,8 klukkustundir á viku miðað við fullt starf.“

Kjarakönnun Eflingar sýnir að þónokkur kjararýrnun hafi orðið meðal félaga í Eflingu miðað við fyrri ár. „Verulega dregur úr hækkun heildarlauna en hún er 2% á milli ára að meðaltali, miðað við 10% árið áður. Á sama tíma lengist vinnutíminn um tæplega eina klukkustund á viku og vinnur félagsfólk nú að meðaltali 46,8 klukkustundir á viku miðað við fullt starf. Fjárhagsáhyggjur aukast og hefur tæpur helmingur félaga miklar áhyggjur af eigin fjárhagsstöðu. Þriðjungur félaga hefur leitað sér fjárhagsaðstoðar af einhverju tagi á síðastliðnum 12 mánuðum.“

Þetta segir í frétt frá Eflingu.

„Meðalheildarlaun karla eru um 523 þúsund krónur fyrir ágúst á þessu ári en talsvert lægri hjá konum, eða um 412 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Leiðbeinendur á leikskólum og frístundaheimilum eru, líkt og í fyrra, með lægstu heildarlaunin eða 358 þúsund krónur á mánuði að meðaltali en sá hópur upplifir jafnframt mest álag í starfi. Skrifstofufólk, stjórnendur og sérfræðingar auk bílstjóra eru með hæst launin meðal Eflingarfólks eða um 573 þúsund krónur að meðaltali.

Húsnæðismál eru stór þáttur kjaraviðræðna sem nú eru að hefjast, einkum gagnvart Ríki. Á eftir beinum launahækkunum og hækkun persónuafsláttar eru húsnæðismál sá málaflokkur sem félagar telja mikilvæg. Slæmt ástand í húsnæðismálum kemur ekki síst illa við félaga Eflingar. Hlutfall félagsfólks sem að býr í eigin húsnæði minnkar frá því í fyrra úr 44% í rétt rúm 40%. Að sama skapi hækkar hlutfall leigjenda, úr 33% á síðasta ári í 40% 2018.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: