Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman breytingar á álagningu fasteignagjalda og útsvars hjá 15 fjölmennustu sveitarfélögum landsins frá 2018 til 2019. Fasteignagjöld hækka í flestum tilfellum milli ára þrátt fyrir að mörg sveitarfélög lækki álagningarhlutfall. Í mörgum tilfellum hækka gjöld mikið og má m.a. sjá 32,9% hækkun á innheimtri lóðaleigu í sérbýli í Njarðvík í Reykjanesbæ, 31% hækkun á innheimtu vatnsgjaldi í sérbýli hjá Fjarðarbyggð á Reyðarfirði, 26,83% hækkun á sorphirðugjöldum hjá Seltjarnarneskaupstað og allt að 18,8% hækkun á innheimtum fasteignaskatti í sérbýli hjá Ísafjarðarbæ.