Helstu svaramenn tveggja kynslóða, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Davíð Oddsson senda hvort öðru skeyti nú um helgina. Hún í Fréttablaðinu. Hann í Mogganum.
„Það er auðvitað ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera með tvo öfluga fyrrverandi formenn sem tala í einstaka málum og reglulega gegn eða að minnsta kosti með ólíkum hætti um þau mál en forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Það er bara staðan,“ sagði Þórdís í Fréttablaðinu.
Davíð skrifaði í Moggann: „Dómsmálaráðuneytið hefur enga burði til að veita neina leiðsögn og dansar ákaft með þótt taktleysið jaðri við að vera fullkomið,“ og skaut þar að Þórdísi Kolbrúnu.
Og svo þetta um yngra fólk og óreyndara: „Jafnvel yngsta lagadeildin af þremur á Grænuborg hefði getað úrskurðað um að Ísland væri ekki bundið af þessum niðurstöðum nema það kysi það.“
Vonandi verður framhald á morgun, í nýju tölublaði Moggans.