- Advertisement -

Kynslóðastríðið geisar í Sjálfstæðisflokki

Helstu svaramenn tveggja kynslóða, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Davíð Oddsson senda hvort öðru skeyti nú um helgina. Hún í Fréttablaðinu. Hann í Mogganum.

„Það er auðvitað ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera með tvo öfluga fyrrverandi formenn sem tala í einstaka málum og reglulega gegn eða að minnsta kosti með ólíkum hætti um þau mál en forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Það er bara staðan,“ sagði Þórdís í Fréttablaðinu.

Davíð skrifaði í Moggann: „Dóms­málaráðuneytið hef­ur enga burði til að veita neina leiðsögn og dans­ar ákaft með þótt takt­leysið jaðri við að vera full­komið,“ og skaut þar að Þórdísi Kolbrúnu.

Og svo þetta um yngra fólk og óreyndara: „Jafn­vel yngsta laga­deild­in af þrem­ur á Grænu­borg hefði getað úr­sk­urðað um að Ísland væri ekki bundið af þess­um niður­stöðum nema það kysi það.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vonandi verður framhald á morgun, í nýju tölublaði Moggans.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: