Kynlífið notað til að lengja þáttinn
Hafandi sagt það þá er þetta ofsalega illa skrifað stöff. Mjög juvenile og kjánalegt.
Atli Þór Fanndal skrifar:
Horfði á Ráðherrann aftur í morgun. Vill byrja á að segja að það er jákvætt að farið sé að framleiða menningarefni sem fjallar um okkar samfélag en ekki morð í smábæ þar sem alltaf er ófært eða hvað það er erfitt að eiga kvóta. Það er eftirspurn eftir efni sem fjallar um samfélagið í sinni fjölbreyttustu mynd. Það er að mínu mati ástæða þess að Pabbahelgi sló svona svakalega í gegn. Það er því miður ekki mikil hefð fyrir því að gera efni um málefni samtíðarinnar eða leikið efni um pólitík og skandala sem vissulega eru efni í sjónvarp (hvers vegna ætli það sé?). Ég hef því ákveðna samúð með framleiðendum þáttanna. Fagna þessu og mun halda áfram að horfa.
Hafandi sagt það þá er þetta ofsalega illa skrifað stöff. Mjög juvenile og kjánalegt. Það skortir allt innsæi í pólitík. Það má og á auðvitað að taka skáldaleyfi en guð minn góður hvað þetta er slappt. Aðalmaðurinn á að hafa risið til sigurs með því að tyggja sömu tuggu og allir stjórnmálamenn landsins tyggja á alltaf. Þeirri hugmynd að á Íslandi séu við sammála um allt nema fimm prósent. Á sama tíma á hann að vera ólíkindatól mikið. Ok, þetta gerist ekki í raunveruleikanum en come on. Hvar eru fyndnar faldar sögur? Hvar eru atvikin sem er slúðra um? Hvers vegna eru allir karakterar svona brjálæðislega flatir?
Þátturinn er ekki drama, ekki grín, ekki með innsæi og ekki með sniðuga karaktera.
Kynlífið er notað til að lengja þáttinn því það vantar einfaldlega upp á að sagan beri fulla lengd þátta.
Borgen tekur skáldaleyfi en notar svo raunverulegar sögur. Borgen er príma þáttur. Hann er algjör skáldskapur en samt einhver stemmning sem líkist danskri pólitík. Fyrsti þáttur ráðherrans var eins og skrifað sé út frá hugmyndum fólks um íslensk stjórnmál af fólki sem finnst bandarísk stjórnmál spennandi. Hverjir eiga að vera kjósendur í þessu landi sem þarna birtist? Það er dýpt í borgen en höfum í huga að þetta er líka tímasetning. Ráðherrann er eins og skrifaður fyrir tísku stjórnmálanna 2012. Sorry en þetta er bara b stöff.
Hafandi sagt það þá fagna ég því að þessir þættir munu líklega fá gott áhorf erlendis. Við getum átt von á því að sjá meiri pólitík og meiri ádeilu á næstunni. Við höfum á undanförnum árum fengið Kurteist fólk, Vonarstræti, Héraðið, Borgarstjóri og nú Ráðherrann svo dæmi séu nefnd. Allt er þetta undanfari þess að við fjöllum meira um okkar samfélag. Það er kannski ekki að ástæðu lausu að fáir horfðu á sumt á listanum.
Sjáum samt hvað setur. Hver veit nema þetta þéttist og úr verði snilld.