- Advertisement -

Kynjastríð geisar í Sjálfstæðisflokki

Stjórnmál Sjálfstæðisfokkurinn mun hafa leiðtogaprófkjör í Reykjavík. Ákvörðuninni hefur verið misvel tekið. Konur í flokknum, sem alla jafna eiga erfitt uppdráttar í prófkörum flokksins, eru ekki sáttar. Karlarnir eru glaðir.

Vala Pálsdóttir, sem er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna,  hefur hvatt til að ákvörðunin verði endurskoðuð og prófkjöri verði frestað til næsta vors. Hvorki meira né minna.

Formaður Heimdallar, Friðrik Þór Gunnarsson, fagnar hins vegar leiðtogaprófkjörinu. Sem hann segir vera nýstárlegt og spennandi leið og hann fullyurðir að það hafi fengið góðar undirtektir hjá flokksmönnum.

Sé það rétt, er öðru til að dreifa hjá flokkskonum. Vala segir mikilvægt að upplýsa og fræða flokksmenn um vandræðagang meirihlutans í Reykjavík, mynda samstöðu og hvetja fólk til þátttöku í vetur. Standa síðan að öflugu opnu prófkjöri um efstu sex sæti listans i vor, ekki einvörðungu það efsta. Konrunar hafa greinilega allt aðra sýn en karlarnir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heimdellingurinn Friðrik Þór, segir að undanfarin ár hafi þátttakan í almennum prófkjörum farið stöðugt minnkandi. Hann gerir sér vonir um, allt annað en konurnar, að leiðtogaprófkjörið verði til þess að áhuginn á þátttöku vaxi og dafni á ný.

Sýnilegt er að gjá er á milli kynjanna. Kynjastríð geisar í Valhöll.

e.s. vefsíða SÚS hefur ekki verið uppfærð í langan tíma. Nýjasta fréttin er frá þvi í febrúar. Albert Guðmundsson er þar sagður formaður Heimdallar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: