Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, segir tíma kominn til að breyta lögum; „…á þann veg að kynferðisbrot fyrnist ekki. Loksins þegar fólk hefur öðlast styrk til að segja frá, þá eru brotin fyrnd. Ekki í lagi.“
Og skrifar svo: #fokkofbeldi
Nokkru áður skrifaði Silja Dögg:
Hvernig má það vera að (valdamiklir) einstaklingar komist upp með, í okkar agnarsmáa samfélagi, að beita fjölda fólks ofbeldi áratugum saman? Hvernig getur samfélag veitt þegjandi samþykki fyrir ofbeldi gegn börnum? Hræðilegt!
Umræða, upplýsing, ábyrgð okkar ALLRA og samstaða gegn ofbeldi er það eina sem dugar til að uppræta slíkan viðbjóð.