- Advertisement -

Kvótinn kæfir byggðarlögin

„Vandinn sem við stöndum frammi fyrir í minni sjávarbyggðum er að undirstaða þorpsins er oft í höndum eins fyrirtækis.“

Arna Lára Jónsdóttir: „Sjávarbyggðir landsins hafa mátt þola ýmis skakkaföll í sjávarútvegi síðustu áratugina og ekki síst með tilkomu kvótakerfisins.“

„Til dæmis hefur íbúum minnstu sjávarbyggða landsins fækkað um 37% frá 1984 til 2017,“ sagði Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi.

Hún sagði: „Sjávarbyggðir landsins hafa mátt þola ýmis skakkaföll í sjávarútvegi síðustu áratugina og ekki síst með tilkomu kvótakerfisins sem var í senn ætlað að vernda fiskstofnana og stuðla að hagræðingu í sjávarútvegi. Sú hagræðing hefur haft verulega neikvæð áhrif á margar sjávarbyggðir, sérstaklega smærri þorp sem eru fjarri stærri og öflugri atvinnusvæðum. Til dæmis hefur íbúum minnstu sjávarbyggða landsins fækkað um 37% frá 1984 til 2017.“

Arna Lára sagði einnig: „Vandinn sem við stöndum frammi fyrir í minni sjávarbyggðum er að undirstaða þorpsins er oft í höndum eins fyrirtækis eins og við þekkjum fjölmörg dæmi um. Þess vegna er mikilvægt að gefa þeim kost á að þróast áfram og finna nýjar undirstöður undir byggðina.“

Myndin með fréttinni er frá Breiðdalsvík. Samherji keypti upp aflaheimildir staðarins og flutti burt, sem hafði miklar afleiðingar fyrir byggðina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: